Reiturinn að loknum framkvæmdum
Lindarvatn hefur látið gera þrívíddarmyndband sem sýnir hvernig Landssímareiturinn mun líta út að loknum framkvæmdum vorið 2018. Myndbandið hefst í Fógetagarðinum og þá er farið um Kirkjustræti þar sem nýbyggingar munu rísa og inn á Austurvöll þar sem sést hvernig Thorvaldsensstræti 2 og 4, gamla Landssímahúsið og gamli Kvennaskólinn, verða gerð upp. Því næst er farið inn Vallarstræti þar sem nýbyggingar koma og inn á Ingólfstorg þar sem timburhúsinu, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7, verða gerð upp og nýbygging kemur á milli þeirra.