Nasa endurbyggt í upprunalegri mynd

Lindarvatn ehf. hefur ákveðið að endurbyggja Nasa við Austurvöll í upprunalegri mynd. Framkvæmdir eru að hefjast á reitnum og er gert ráð fyrir að Nasa verði tilbúið í árslok 2017. Arkitektar eru að vinna út frá myndum sem teknar voru af salnum þegar hann var tekinn í notkun um miðja síðustu öld. Framkvæmdar voru hljóðmælingar þar í fyrra sem sýna að hljóðeinangra þarf salinn betur. Útlit salarins verður því upprunalegt en hönnun hans að öðru leyti í samræmi við nútímakröfur, m.a. um hljóðvist. Þannig verður tryggt að Nasa verði áfram skemmtilegasti tónlistarsalur landsins.

Séð frá innganginum

Séð frá innganginum

Séð frá sviðinu

Séð frá sviðinu