Endurbygging Nasa við Austurvöll

Framkvæmdir á Landssímareitnum hefjast von bráðar. Meðal annars stendur til að endurbyggja Nasa í upprunalegri mynd, í samstarfi við Minjastofnun. Þar verður aftur opnaður tónlistar- og samkomusalur við Austurvöll.

Þó að salurinn verði byggður sem næst upprunalegu útliti verður hann að öðru leyti í samræmi við nútímakröfur, m.a. um hljóðvist.

Freyr Frostason, hönnunarstjóri Landssímareitsins, segir frá því hvernig arkitektar hafa unnið að því að hanna salinn í upprunalegu útliti.